dautt andrúmsloft þrjú auðn morð norn dynfari

audn

Það var kyrrlátt kvöld við fjörðinn en afskaplega kalt úti þegar ég rambaði inn á Amsterdam í miðju setti Auðnar. Líkmálning. Öfugur kross á míkrófónstatífinu. Norskíslenskur svartmálmur. Strigaskór. Sitthvað hefur breyst frá ungdómi mínum. Engir hermannaklossar. Engar hermannabuxur. Engin gaddakylfa. Ekkert blóð. Bara Converse Pentagrammið. Ekki ætla ég að gera lítið úr því og ef til vill er maður bara fallinn á tíma en þrátt fyrir smá af aukahlutum þá var sett Auðnar afskaplega litlaust. Norskíslenskur svartmálmur þeirra, sem virðist rækilega fastur í miðjum tíunda áratug síðustu aldar, hljómaði ekki illa en það vantaði alla orku hjá þeim.

mord

Á eftir Auðn stigu Morð á svið með einhverslags blöndu af djöflarokki og harðkjarna. Líkmálning. Gaddar. Gervileður. Ágætis skemmtun sem Morð skilaði af sér og mikil reiði í gangi. Söngvarinn arkandi um á meðal áhorfenda öskrandi á þá og áhorfendurnir öskrandi á hann til baka. Það vantaði samt allt bit í þetta og mér leið á stundum eins og ég væri staddur á harðkjarna-tónleikum í TÞM og beið eiginlega eftir því að söngvarinn myndi láta vita af síma sem hefði fundist á gólfinu á milli einhverra laganna.

norn

Þriðja sveit á svið var svo svartpönksveitin Norn. Maður býst einhvern veginn við einhverju afskaplega hráu og kraftlausu þegar að svartpönki kemur. Augljóslega eru þetta fordómar af minni hálfu, en Norn er á góðri leið með að jarða þá. Norn var sterkasta bandið þetta kvöldið þó svo að Morð hafi nartað aðeins í hæla þess.

dynfari

Dynfari lokaði svo kvöldinu en því miður náði ég nú bara byrjuninni hjá þeim áður en ég þurfti að hverfa á brott. Það sem heyrðist var þó mikil framför frá því sem áður hefur heyrst frá þeim, hvort sem er á skífu eða á sviði. Ég held að þeir séu loksins að verða það sem ég vonaðist til að þeir yrðu þegar ég heyrði fyrst í þeim.

Það virðist eitthvað vera að gerast í djöflarokkinu þessi misseri og verður gaman að sjá hvernig tónleikar Sinmara, Gone Postal og Svartadauða verða næsta föstudag á Cafe Amsterdam.

Author: Andfari

Andfari

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s