carpe noctem vs. when comes the vinyl version?

mynd: rakel erna skarphéðinsdóttir, fengin af fésbókarsíðu sveitarinnar texti: eyvindur gauti
mynd: rakel erna skarphéðinsdóttir, fengin af fésbókarsíðu sveitarinnar
texti: eyvindur gauti

Nærri því tveir mánuðir eru nú liðnir frá útgáfu In Terra Profugus, fyrstu skífu svartmálmssveitarinnar Carpe Noctem í fullri lengd. Skífa sú var útgefin af ítalska plötufyrirtækinu Code666 og hefur verið að hlaða niður góðum dómum í erlendum vefritum á borð við Heathen Altar, Dead Rhetoric og Cvlt Nation. Það vill oft gerast að fyrstu viðbrögð við útgáfu geisladisks að spyrja hvenær vínillinn lendi í kjölfarið.

when comes the vinyl version?

Fyrir nokkrum dögum kom svo svarið við þeirri spurningu. Pólska útgáfan Hellthrasher Productions mun annast vínilútgáfuna sem væntanleg er á fyrri helmingi næsta árs. Vínilþyrstir Íslendingar geta því tekið gleði sína og ef þeir hafa ekki útvegað sér Flesh Cathedral vínil Svartadauða nú þegar ættu þeir kannski að drífa sig í því.

Að lokum má nefna að hljómsveitinni hefur í þokkabót hlotnast einhver sá mesti heiður sem hljómsveitum getur á annað borð hlotnast en það tók sig einhver til um daginn og skellti allri plötunni á Þúvarpið. Án efa eru fáar viðurkenningar eins mikils virði.

Author: Andfari

Andfari

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s