heimsfrægð blasir við vintage caravan

vintage

Já, svo virðist vera sem heimsfrægðin bíði síkadelíurokkarana í Vintage Caravan í ofvæni. Það er ekki nóg fyrir þá að þeir séu bókaðir á eina kvltuðustu tónlistarhátíð meginlandsins, Roadburn, og að Nuclear Blast, ein stærsta þungarokksútgáfa í heimi, hafi boðið þeim samning. Nei, heimsyfirráð eru þeirra plan og þú nærð því ekkert fram ef þú birtist ekki í erlendum fjölmiðlum.

Stutt viðtal við hljómsveitina er einmitt að finna í breska tónlistartímaritinu Iron Fist þar sem hún lýsir áætlunum sínum og, eins og sjá má hér að ofan, eru þetta menn með skýr markmið. Þeir eru reiðubúnir að spila fyrir fólkið, halda á sínum eigin hljóðfærum og passa upp á að engum verði kalt. Gull af mönnum greinilega. Aðalspurningin hlýtur þó auðvitað að vera: eru Vintage Caravan að segja okkur að rokkstjörnur geta ekki fengið á broddinn án þess að borga fyrir það?

Þar til það kemur allt í ljós getiði iljað ykkur við áhorf á þessu myndbandi sem hljómsveitin gerði fyrir lagið Expand Your Mind.

Author: Andfari

Andfari

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s