black oath

blackoath
myndir: fengnar af fésbókarsíðu sveitarinnar
texti: eyvindur gauti

Það hafa kannski ekki margir hér á landi heyrt af ítölsku dómsdagsrokkurnum í Black Oath en þó hafa plötur þeirra rekið á fjörur okkar öðru hverju. Valdi í Geisladiskabúð Valda hefur verið duglegur að flytja inn efni sem er aðeins út á jaðrinum og oftar en ekki rekst maður á titla hjá honum sem maður bjóst alls ekki við að sjá hérna á skerinu.
Þannig byrjuðu kynni mín af hljómsveitinni næstum því, ég hafði heyrt ábreiðu þeirra af Ave Satanas með Acheron á netinu og alltaf ætlað að tékka á sveitinni en svo gleymdist það auðvitað eins og vill gerast í netflóðinu. Það var því ekki fyrr en ég rakst á The Third Aeon hjá Valda að ég kom mér í að klára það sem ég hafði lengi ætlað að byrja á, ég keypti skífuna og í kjölfarið sendi ég örfáar spurningar á hljómsveitina og auðvitað byrjaði ég á því að spyrja út í Acheron ábreiðuna, hvernig það hefði komið til að þeir ákváðu að taka þetta lag með þessum alræmdu amerísku satanistum og gera sína eigin útgáfu.

BO: Við vildum finna eitthvað sem var ólíkt okkar stíl, við hlustum allir á allskonar tónlist, og töldum tónlist Acheron mjög frumlega og eitthvað sem gæti verið gaman að gera eitthvað með. Svo virðist sem margir séu sammála okkur, lagið kom mjög vel út og við eru mjög stoltir af því.

A: Þið virðist nú vera óhræddir við að útsetja lög annara á ykkar eigin máta en hvað kemur til að þær ábreiður sem þið hafið gert hingað til hafa eingöngu endað á vínilútgáfum ykkar?
BO: Trúðu mér, það er algjör tilviljun. Kannski það gleðji þig að heyra að við höfum nú þegar tekið upp enn eina ábreiðuna og hún verður á geisladisk sem gefinn verður út á næsta ári. Við getum nú ekki sagt meira um málið að svo stöddu annað en að lagavalið mun koma fólki mjög á óvart.

blacko

A: Nú eruði samningsbundnir tveimur fyrirtækjum, sænska útgáfan I Hate Records sér um útgáfu á geisladiskum og svo sér danska útgáfan Horror Records um vínilútgáfur. Hvað kom til að sá háttur var hafður á?
BO: Það var nú bara svo að við vorum að vinna í samningum við annað fyrirtæki þegar að Horror sendi á okkur fyrirspurn og bauð okkur að sjá um vínilútgáfur okkar. En þar sem við áttum í vandræðum með hitt útgáfufyrirtækið sendum við prómó til I Hate og þeir buðu okkur samning í kjölfarið. Okkur finnst þetta mjög þægilegt fyrirkomulag og bæði plötufyrirtækin leggja hart að sér í að koma okkur á framfæri.

A: Þið eruð ein af þeim fáu hljómsveitum sem ég veit um sem gefa ennþá út efni sitt á kassettum. Hvers vegna?
BO: Hvers vegna ekki? Við ólumst upp við að hlusta á kassettur, svo fórum við í vínilinn og geisladiskana. Okkur þykja allir miðlar (fyrir utan rafrænt niðurhal) áhugaverðir á sinn hátt og svo skipta umgjarðirnar miklu máli. Mér finnst ennþá skemmtilegt að skoða kápurnar á kassettunum, það er bara eitthvað við þær. Kannski maður sé bara svona gamall í hettunni…

A: Að lokum er kannski við hæfi að spyrja ykkur eitthvað aðeins út í áhrifavalda ykkar. Hvaðan fáiði helstu áhrif ykkar? Djöfullinn virðist ráða ríkjum hjá ykkur svo þá er nauðsynlegt að spyrja um það hversu mikið hann á við nú til dags. Er ekki hálf tilgangslaust að tilbiðja djöfullinn 2013?
BO: Áhrif okkar koma víðsvegar frá, úr tónlist, kvikmyndum, málverkum, hjátrú sem og úr öðru.
Þegar að Djöflinum kemur get ég sagt þér að þarna erum við komin inn á afskaplega skemmtilegt en einnig víðfemt umræðuefni. Djöfullinn er allstaðar, við þurfum bara að uppgvötva hans mörgu andlit.
Þegar að þessu kemur er ég þó afskaplega mótfallinn bjórmetal hljómsveitum sem syngja um Satan og blanda honum saman við bjór, partý og bræðralag Metalhausa. Það er ekkert fyndið við Djöfulinn. Njótið myrkursins og tilbiðjið mikilfengleika þess.

Svona fyrir áhugasama þá sá ég glitta í eintak af nýjustu skífu Black Oath hjá Valda síðast þegar ég lagði leið mína þangað. Það er því aldrei að vita nema það bíði þarna ennþá eftir þér.

Heimasíða hljómsveitarinnar

Author: Andfari

Andfari

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s