þrjúbíó með kimi kärki

kimi karki - photo small

Í dag tilkynnti finnska útgáfan Svart Records að fimmta desember kæmi út fyrsta útgáfa Kimi Kärki þar sem hann er að mestu einn á báti. Áður hefur hann gefið út efni í slagtogi með öðrum í hljómsveitum eins og Reverend Bizarre og Lord Vicar. Á „The Bone of My Bones“ er ekki þá dómsdagstóna að finna sem Reverend Bizarre voru til dæmis þekktir fyrir heldur er um að ræða þjóðlagaskotna tónlist í anda Johnny Cash, Leonard Cohen og Neil Young.
Þrátt fyrir að vera að mestu einn síns liðs fær Kärki nokkra gesti til sín, þar á meðal Mat McNerney sem er þekktur fyrir verk sín í Hexvessel og fleiri góðum hljómsveitum.

Í tilefni þessa merka áfanga hefur Svart opinberað eitt lag af plötunni og er hægt að hlýða á það hér fyrir neðan.

Author: Andfari

Andfari

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s