rising streyma abominor

rising

Nei, hér er ekki um að ræða hina íslensku svartmálmssveit Abominor, sem afskaplega lítið hefur heyrst af síðustu misseri? Eigum við að gera ráð fyrir því að sú sveit sé undir græna torfuna komin? Nei, hér er um að ræða dönsku sveitina Rising sem í dag gaf út plötuna „Abominor“ undir merkjum plötufyrirtækisins Indisciplinarian í dag, en meðlimir sveitarinnar standa sjálfir á bakvið þá útgáfu. Plata sú er sögð innihalda hátt í fjörtíu mínútur af eðal rokki í anda hljómsveita á borð við Torche og Mastodon. Í tilefni þess ákváðu kapparnir að leyfa henni að rúlla í heilu lagi á vefsíðu The Obelisk en hægt er að kíkja á plötunni með því að ýta á þennan hlekk hér.

Fyrir áhugamenn um vínil má nefna það að „Abominor“ er fáanleg á hágæða hundrað og áttatíu gramma vínil en þó í takmörkuðu upplagi. Einungis þrjú hundruð eintök voru prentuð svo það er um að gera fyrir fólk að flýta sér ef það vill ekki missa af þessum gæðagrip.

Author: Andfari

Andfari

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s