nýtt lag með crippled black phoenix á andfara

Það sem við höfum hér í dag er eitt lungnamjúkt lag frá Justin Greaves og félögum í Crippled Black Phoenix. Níu mínútur og tuttugu sekúndur af draumkenndu rokki sem ætti að fleyta landanum í gegnum skammdegisþunglyndið sem er víst að leggjast á alla núna.

Lagið, sem ber heitið „Winning a Losing Battle“, er tekið af væntanlegri breiðskífu sveitarinnar, en sú mun bera nafnið Bronze og koma út um miðjan október í gegnum Season of Mist.

metallica skellir nýju myndbandi á netið

Hin goðsagnakennda tuddarokkssveit Metallica skellti nýju lagi á Netið í dag. Líkt og við mátti búast hefur lagið, „Moth Into Flame“, fengið misjafnar viðtökur, á meðan fjölmargir elska það og lýsa því yfir að það sé það besta sem sést hafi frá sveitinni síðan svarta platan kom út, vilja aðrir meina að nú sé hljómsveitin komin á endastöð, uppiskroppa með hugmyndir og í dauðateygjunum.

Hvað sem því líður þá má því búast við því að Hardwired… To Self-Destruct verði mikið rædd fram og til baka þegar hún kemur út átjánda nóvember.

 

hlustaðu á fyrstu plötu eufori á andfara

Það er hætt að það þekki ekki margir sænsku eftirsvertusveitina Eufori. Hljómsveitin er frekar ung, var í raun bara stofnuð fyrr á þessu ári, og hefur bara gefið út eina smáskífu.

En, þó hljómsveitin sé ung vinnur hún hratt og næsta föstudag, sama dag og fjórða plata Skálmaldar kemur út, mun fyrsta breiðskífa Eufori líta dagsins ljós. 

Platan nefnist Humörsvängningar og kemur út hjá Black Lion Records. Áhugasamir geta verslað gripinn hér.

nýtt undir nálinni: armored saint, asphyx, hereza, obituary, ravencult, skinned

Myndin hér að ofan er tekin af Fjasbókarsíðu Skinned. Hljómsveitin er greinilega mætt á klakann!

Það var nóg að gera í gær. Andfarinn var með þrjár frumsýningar í gær. Ekki eina, ekki tvær, heldur þrjár. Ég mæli sérstaklega mikið með þeirri þriðju!

Í kvöld verður dauðarokksveisla á Gauknum, þetta er fyrsta upphitunin fyrir Reykjavík Deathfest: Part II (This time it’s personal) og þar koma fram hin ameríska Skinned ásamt hinum íslensku Severed, Hubris og Grit Teeth. Þúsund kall inn og málið er dautt.

En, á meðan ég var í vinnunni í gær var greinilega mikið að gerast. Þegar ég kíkti í pósthólfið að vinnu lokinni var nóg af nýrri, og gamalli, tónlist þar að finna svo kíkjum á smá af því.

Armored Saint. Metal Blade Records skelltu þessu lævmyndbandi á Netið í gær. Þarna sjáum við John Bush, sem seinna meir gekk til liðs við Anthrax, í góðum gír ásamt félögum sínum. Ég hef ekki hlustað mikið á Armored Saint í gegnum tíðina en miðað við þetta lag hefði strákurinn alveg eins getað sleppt því að skipta um hljómsveitir. Skuggalega líkt Anthrax.

Ravencult. Höldum okkur áfram hjá Metal Blade Records en færum okkur frá Ameríku yfir til Grikklands og úr þungarokki yfir í djöflarokk. Mig minnir að ég hafi haft gaman af síðustu plötu hljómsveitarinnar, sem kom út á vegum Hells Headbangers fyrir þremur árum, og miðað við þetta lag á ég líka eftir að hafa gaman af þeirri sem er væntanleg í byrjun nóvember.

Hereza. Frá grísku djöflarokki förum við í króatískt dauðarokk. Pólska útgáfan Godz ov War er með þetta á áætlun snemma á næsta ári og þetta virðist nú vera eitthvað til þess að láta sér hlakka til þá. Ég er allavega búinn að bæta aðeins við áhorfstölurnar á þessu myndbandi.

Obituary. Relapse Records mun gefa út maxi-singúlinn 10000 Ways to Die í næsta mánuði og er að reppa hann smá núna með því að hleypa lagi á Netið öðru hverju. Núna er það læv-upptaka af „Intoxicated“. Hljómar ágætlega.

Asphyx. Endum þessa yfirferð á dauðarokksgoðsögnunum í Asphyx. Hljómsveitin er búin að vera starfandi, með hléum, í næstum þrjátíu ár núna. Næsta föstudag, sama dag og nýja Skálmaldar platan kemur út, kemur nýja Asphyx platan út. Platan ber titilinn Incoming Death og kemur út hjá Century Media. Þetta lag er ekki að grípa mig neitt rosalega, en ég ætla ekki að afskrifa plötuna strax. Ekki fyrr en ég er allavega búinn að hlusta á hana alla.

nýtt lag með départe á andfara

Annar póstur, önnur frumsýning, í þetta sinn frá Season of Mist, fyrirtæki sem lesendur Andfara ættu að þekkja vel. Ef ekki út af því að annar hver póstur á síðunni er frumsýning frá því, þá vegna þess að fyrirtækið hefur hljómsveitir eins og Sólstafi og Kontinuum á sínum snærum.

Í dag er áströlsk eftirsverta í boði. Hljómsveitin heitir Départe, lagið heitir „Ruin“ og er af plötunni Failure, Subside sem kemur út um miðjan næsta mánuð.

hlustaðu á nýju sahg plötuna á andfara

Já, þetta kalla ég góða byrjun á degi! Ég er búinn að hlusta á þessa plötu nokkrum sinnum og verð að segja að ég er mjög ánægður með hana. Mjög fínt norskt dómsdagsrokk.

Memento Mori er fimmta breiðskífa Sahg og kemur út á vegum Indie Recordings á morgun! Þannig að, áður en þú kíkir niðrá Gaukinn til þess að sjá Skinned, Severed og félaga, þá geturðu pantað þér eintak af þessari snilld! Frekar basic.

Núna, aftur á móti, geturðu bara ýtt á play og notið tónlistarinnar!