frumsýning: disperse – foreword

Í dag frumsýnir Andfarinn heila plötu með pólsk-ensku öfgamálmssveitinni Disperse en nýjasta breiðskífa hennar, Foreword, kemur út á Season of Mist næsta föstudag.

Þetta er þriðja breiðskífa hljómsveitarinnar og eins og á hinum þá teygir hljómsveitin hugtakið sem þungarokkið er út í ystu æsar.

En hvað þýðir það? Tja, nú þegar ég hlusta á fyrsta lagið, „Stay“, þá heyrist mér það þýða að þungarokkinu sé vafið í bómul fulla af proggpoppi.

Þetta er Cynic fyrir tyggjókúlukynslóðina.

ný breiðskífa væntanleg frá ulver

Sjöunda apríl næstkomandi kemur þrettánda breiðskífa norsku framúrstefnurokkarana í Ulver út. Platan nefnist The Assassination of Julius Caesar og mun House of Mythology sjá um útgáfu hennar.

Upptökuferlið var að mestu í höndum hljómsveitarinnar sjálfrar en þegar að hljóðblöndun kom þá fékk hún Martin „Youth“ Glover og Michael Rendall í lið með sér.

Eins og áður býst ég við að það megi búast við hverju sem er frá hljómsveitinni, langt er síðan hún yfirgaf sýnar afskaplega fallegu djöflarokksrætur og hélt út í einskismannslandið til þess að skapa sinn eigin stíl.

Hljómsveitin mun koma fram á nokkrum tónleikum í tilefni útgáfunnar, þar á meðal á hinni víðfrægu Roadburn tónlistarhátíð, en strákarnir okkar í Auðn, Nöðru og Zhrine munu einnig koma þar fram.

frumsýning: ulsect – fall to depravity

Í dag frumsýnir Andfarinn lag með hollensku djöflarokkssveitinni Ulsect en nýjasta breiðskífa hennar, sem er samnefnd sveitinni, kemur út hjá Season of Mist tólfta maí næstkomandi.

Dauðarokksskriðdrekinn hollenski inniheldur gítarleikarann Joris Bonis og trommarann Jasper Barendregt úr Dodecahedron, Dennis Aarts, fyrrum bassaleikara Textures, og að lokum Dennis Maas á röddum og Arno Frericks á gítar.

Það ætti ekki að koma neinum á óvart að áhrif úr þeim hljómsveitum sé að finna í Ulsect ásamt því að angan af Gorguts og Deathspell Omega ætti einnig að berast úr hátölurum þegar „Fall to Depravity“ er skellt á fóninn.

frumsýning: nightbringer – misrule

Í dag frumsýnir Andfarinn lag með bandarísku djöflarokkssveitinni Nightbringer en nýjasta breiðskífa hennar, Terra Damnata, kemur út hjá Season of Mist fjórtánda apríl næstkomandi.

Bandaríska djöflarokkssveitin Nightbringer var stofnuð rétt fyrir aldamótin. Síðan þá hefur hún gefið út fjórar breiðskífur (ásamt slatta af öðru efni) sem allar hafa fengið mjög góðar viðtökur.

Það má því gera ráð fyrir að heitir aðdáendur djöflarokks séu spenntir fyrir nýrri plötu frá hljómsveitinni. Auk þess sem það er helvíti fínt að fá smá ró eftir brjálæðið sem Oration var núna um helgina.

frumsýning: benighted – necrobreed

Í dag frumsýnir Andfarinn heila plötu með frönsku svartdauðarokksveitinni Benighted en nýjasta breiðskífa hennar, Necrobreed, kemur út hjá Season of Mist á morgun.

Hljómsveitin var stofnuð 1998 af meðlimum dauða- og djöflarokksveitanna Dishumanized, Darkness Fire og Osgiliath. Markmið þeirra var að nútímavæða öfgarokkið og þegar fyrsta breiðskífa sveitarinnar kom út um aldamótin fékk hún mjög góðar viðtökur. Fólk var reiðubúið undir þróunina sem Benighted bauð uppá og síðan þá hefur hljómsveitin aukið við sig með hverri útgáfu. Í raun svo að nú ætti hún að vera þónokkrum skrefum á undan okkur.

Ef fólk er svo þyrst í meiri fráviksdauða þá er hér myndband með japönsku dauðarokkssveitinni Defiled sem kemur fram á næsta upphitunarkvöldi Reykjavík Deathfest.

frumsýning: earth electric – meditate. mediate

Í dag frumsýnir Andfarinn lag með portúgölsku rokksveitinni Earth Electric en nýjasta breiðskífa hennar, Vol.1: Solar, kemur út hjá Season of Mist tólfta maí næstkomandi.

Ég gæti eflaust notað einhver falleg lýsingarorð til þess að tjá mig um tónlist hljómsveitarinnar en af hverju ætti ég að gera slíkt þegar að Rune Eriksen, gítarleikari Earth Electric, jarðar allar mögulegar lýsingar sem þessi ofurhressi miðaldra metalbloggari gæti komið með?

We have chosen the aptly titled ‘Meditate. Mediate’ as our first single, because this song reflects the content and theme of our album well. We also feel that its vibe serves as a wake-up call for this rather bleak and egocentric world. We simply need more colours! Through our debut ‘Vol.1: Solar’ we convey pure emotions with a musical emphasis on ‘the classic era’ of hard rock. In our opinion, the result is adventurous and fun; at times a tad psychedelic and untamed yet on the other hand classic and refined. This is no make-up, just pure rock in all its pride and glory. We are Earth Electric!

Það er ekki hægt að toppa þetta og algjör óþarfi.

frumsýning: necrowretch – satanic slavery

Í dag frumsýnir Andfarinn lag með frönsku dauðarokksveitinni Necrowretch en nýjasta breiðskífa hennar, Satanic Slavery, kemur út hjá Season of Mist fjórtánda apríl næstkomandi.

Á þeim níu árum sem sveitin hefur verið starfandi hefur hljómsveitin komið út tíu útgáfum, þar af tvær breiðskífur. Á þessu ári bætist allavega ein útgáfa við í apríl.

Vlad, söngvari og gítarleikari Necrowretch, lýsir titillagi væntanlegrar plötu sem viðbjóðslegri lofgjörð til Helvítis sjálfs. Hann bætir svo við að þetta lag muni drekkja hlustandanum í eldhafi næstu þúsund árin. Góðir tímar eru greinilega framundan!