hlustaðu á nýtt lag með esben and the witch á andfara

esben and the witch - william van der voort
esben and the witch – william van der voort

Í dag er Andfarinn á ókunnugum slóðum. Í stað myrkurs og dauða eru hér rólegir tónar sem vefja sér utan um hlustandann og baða í hlýju.

„Sylvan“ er fyrsta lagið sem er frumsýnt af væntanlegri breiðskífu Esben and the Witch en skífan nefnist Older Horrors og kemur út á vegum Season of Mist fjórða nóvember.

risastór smáskífa væntanleg frá obituary og glænýtt lag komið á netið

Amerísku dauðarokksrisaeðlurnar í Obituary hafa risið úr fenjunum í Flórída og stefna á útgáfu smáskífunnar Ten Thousand Ways to Die í nóvember hjá Relapse Records.

Smáskífan mun innihalda tvö ný lög, „Loathe“ og „Ten Thousand Ways to Die“, ásamt tónleikaútgáfum tólf eldri laga sem tekin voru upp víðsvegar um heiminn á Inked in Blood tónleikaferðalaginu.

hlustaðu á nýju king plötuna á andfara

king
king

Það hlaut að koma að því, nógu mörg lög hef ég nú frumsýnt af þessari skífu! Hvaða skífu? Jú, auðvitað Reclaim the Darkness, breiðskífu áströlsku svartrokkaranna í King sem kemur út á vegum Indie Recordings í eftir örfáa daga! Þannig að takið því rólega og njótið vel!