dynfari túra með negura bunget, tónleikar hérlendis fyrirhugaðir

Andfaranum barst það til eyrna að eftirsverturokkararnir í Dynfara stefndu á ferð um Bandaríkin seinna á árinu með Negura Bunget, en sú sveit hefur skapað sér gott orð síðan Zîrnindu-să kom út 1996. Hvernig kom þessi túr til?

Negura Bunget er eitt af böndunum sem var „uppgötvað“ af Code666, labelinu sem við erum hjá. Þeir voru á mála hjá þeim fyrir tvær breiðskífur og EP fyrir nokkrum árum síðan. Þeir voru að leitast eftir að fá band af því kalíberi sem þetta label stendur fyrir og var okkur því boðið að kanna möguleikann ef áhugi væri fyrir hendi, líkt og öðrum hljómsveitum hjá Code. Við stukkum á þetta og munum því spila um 40 tónleika í Bandaríkjunum og Kanada næsta haust með þeim og rúmenska bandinu Grimegod.

Samkvæmt Jóhanni Erni, söngvara og gítarleikara Dynfara, eru tónleikar með Negura Bunget fyrirhugaðir hér á landi öðru hvoru megin við túrinn. Sveitin rúmenska, gaf nýlega út sýna sjöundu breiðskífu. Ber sú titilinn Tău og kom hún út á vegum Lupus Lounge. Myndbandið hér fyrir neðan er við síðasta lagið á plötunni.

scum – golden seeds

Alls ekki nýtt heldur gamalt og gleymt efni sem núna er loksins að fá einhverja athygli. Scum gáfu út tvær plötur hjá Black Mark sem fengu víst heldur litla athygli. Gæti haft eitthvað með það að gera að plöturnar hétu Mother Nature og Purple Dreams & Magic Poems. Það er mögulegt að gallharðir dauðarokkstöffarar væru ei sáttir með slíka titla í safninu.

Blood Music hefur tekið það að sér að koma þriðju breiðskífu sveitarinnar út, en meðlimirnir hafa legið á þessum upptökum í hartnær tuttugu ár.

ný plata væntanleg með arcturus í maí

Norska rokksveitin Arcturus, sem inniheldur meðal annars meðlimi og fyrrum meðlimi Mayhem, Borknagar og Ulver, er komin á mála hjá þýsku útgáfunni Prophecy Productions. Ný plata er væntanleg og ber hún nafnið Arcturian. Það er hægt að panta þá plötu með því að smella hérna. Það eru nú tíu ár síðan Sideshow Symphonies kom út svo það verður athyglisvert að sjá hvernig hljómsveitin hefur þróast síðan þá.

Arcturus

styttist í nýja plötum með kontinuum

Eins og Hyldýpið greindi frá fyrr í dag verður Kyrr, önnur breiðskífa Kontinuum, gefin út á vegum Candlelight Records 20. apríl næstkomandi. Gotaskotið þungarokk sveitarinnar á eflaust eftir að óma í mörgum stofum landsins það mánudagskvöldið. Hægt er að panta plötuna hér.

kontinuumkyrr